Sweet Salone x As We Grow

Sweet Salone x As We Grow

Síerra Leóne  er heillandi samfélag þar sem fólk af ýmsum trúarbrögðum býr saman í friði og sátt. Þrátt fyrir ótrúlega fegurð landsins og ríkan auðlindagrunn hefur það einar lægstu tekjur á mann í heiminum.Aurora hefur tengt íslenska hönnuði og handverksfólk í Síerra Leóne frá 2016. Með því að deila hugmyndum, vinna saman og læra hvort af öðru getum við haft áhrif og bætt lífsgæði fólks.

Útkoman eru handunnar, sjálfbærar vörur sem framleiddar eru  með verklagshefð heimamanna en sterkaskýrskotun til þeirra íslensku hönnuða sem koma að verkefninu.