Sparilegur og léttur kjóll með frill kraga og kassasaumum að framan og aftan svo kjóllinn víkkar niður og út. Vasar á hliðunum og skeljatölur að aftan. Síðar ermar sem koma saman á fallegan hátt á endanum.
100% Pima Bómull
Einkenni Pima bómullarinnar er hinn langi og mjúki þráður sem gefur framúrskarandi mýkt og endingu. Hún þykir henta vel þeim sem eru með viðkvæma húð og er talin flestum öðrum afbrigðum bómullar fremri að gæðum.