NÝ BARNAFATALÍNA AS WE GROW

Nýja barnafatalína AS WE GROW er tímalaus og umhverfisvæn - innblásin af ljúfum æskuminningum í bland við nýrri minningar sem við búum til með börnunum okkar í dag. Ævintýri íslenska sumarsins er fólgið í minningarbrotum sem kvikna þegar gengið er um gömul sjávarþorp. Freyðandi sær í grýttri fjöru. Eilífðin sem blasir við þegar horft er til sjávar af bryggju. Hlýir geislar sólar sem verma bera leggi. Óteljandi leynistaðir kveikja á takmarkalausu ímyndunaraflinu. Við höfum sett saman línu af léttum sumarklæðnaði sem hentar vel fyrir íslenska sumarveðrið sem kallar jafnt á stuttbuxur sem hlýjar peysur. Taktu með þér skóflu og fötu og byggðu nýja heima.  Stílhreinar flíkur frá toppi til táa úr bómul og hör mynda grunninn að ferskri sumarlínunni sem lætur lítið yfir sér en stenst tímans tönn. Útkoman er lína uppfull af kærleika og skírskotun til áhyggjulausra sumardaga í sveitinni með ástvinum. Þessi lína endurspeglar þar að auki alls kyns ferðalög, hvort heldur sem áfangastaðurinn er meðal stjarnanna eða á næstu bryggju.

 

NÝ BARNAFATALÍNA AS WE GROW
27 niðurstöður