SUMARVÖRUR

Vor og sumarlína AS WE GROW er innblásin af verkum Önnu Ancher sem var meðlimur í listamannanýlendunni Skagaramálurunum á seinni hluta 19. aldar. Verk hennar hverfðust í kringum hreyfingu raunhyggjustefnu, natúralista og impressjónista og sýndu hversdagslegt líf venjulegs fólks á jarðtengdan máta.

Fötin hafa skírskotun í einangruð fiskiþorp með ósnerta nattúru að landi sem láði, líkt og skyrtur og buxur með nýtilegum vösum. Við fylgjum frekar stíl en tísku og er því fatnaðurinn í línunni klassískur sem fyrr og  framleiddur úr hágæðaefnum.

Litirnir eru fengnir úr töfrum ljóssins þar sem það skín gegnum gluggann og leikur listir sínar á veggnum. Við völdum ýmis litbrigði ljósra lita líkt og hvítan, bleikan, gráan og ljósbláan. Einstakan bláan lit er svo að finna á prjónuðum peysum, stuttbuxum og polobolum. Hörkjólar, skyrtur, buxur og kragar í ljósbleiku, bláu og hvítu „point d‘Esprit“  undirstrika sögulegan og rómantískan innblástur línunnar.

Við elskum að vera úti í náttúrunni og göngutúrar við sjávarmálið í nálægð við hafið veita okkur innri frið og rými til að hugleiða.

Að venju fylgir hönnun línunnar grunngildum AS WE GROW sem lúta að því að framleiða klassískan, tímalausan og sjálfbæran hágæða fatnað, sem getur gengið á milli kynslóða.  

 

SUMARVÖRUR
24 niðurstöður