Umhverfisvæn íslensk hönnun á köldum vordögum

Bjóðum 20% afslátt af vel völdum silkimjúkum og hlýjum Alpaca vörum með kóðanum AWGWARM. 

Alpaca ullin, það hráefni sem við notkum hvað mest, er sjálfbær náttúruafurð að því leyri að hún gengur ekki á óendurnýjanlegar auðlindir jarðar með sama hætti og efni úr polyester, nylon eða akrýl. Hún vex á dýrum sem ganga frjáls og ullarflíkur brotna að fullu niður í náttúrunni, umbreytast í mold, ólíkt flíkum úr gerfiefnum eða gerfiefnablöndum. Framleiðsluaðila veljum við af kostgæfni.

Heimspeki As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvara á tímum ofgnóttar. Við leitumst við að hanna hágæða flíkur sem endast. Fatnað úr náttúrulegum hráefnum sem geta gengið barna á milli og kynslóða á milli. Og við hvetjum fólk til þess að kaupa færri flíkur en vandaðri. Fara vel með neysluvörur og þar með umhverfið, enda velferð jarðar samofin velferð þeirra sem á jörðinni búa.

Afsláttur okkar af völdum vörum gildir dagana 9. til 16. apríl. Vöndum valið og njótum. 

Umhverfisvæn íslensk hönnun á köldum vordögum
7 niðurstöður