Skilmálar

FRÍ HEIMSENDING Á ÖLLUM PÖNTUNUM INNAN ÍSLANDS

Velkomin á heimasíðu As We Grow:

Vinsamlegast gefið ykkur tíma til þess að kynna ykkur skilmálana áður en þið gangið frá kaupum á vörum og ekki hika við að senda okkur línu ef einhverjar spurningar vakna á info@aswegrow.is.

Upplýsingar um seljanda:

As We Grow ehf. kt: 4509123010 VSK-númer 4509123010, Garðastræti 2, 101 Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á barna- og fullorðinsvörum.

Verð og sendingarkostnaður: 

Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti. 

Frí heimsending er á öllum pöntunum innan Íslands. Sendingarkostnaður til annarra Evrópulanda er allt að kr. 4.000,- og til annarra landa allt að  kr. 8.000,-. 

Greitt á netinu: 

Hægt er að greiða með Mastercard, Visa, Maestro, Electron, American Express, JCB, Diners Club og China Union Pay.

Afhending: 

Heðfbundinn afhendingartími eru 2-4 virkir dagar frá því að pöntun er gerð.  

Frí heimsending er á öllum pöntunum innan Íslands.

Við bjóðum upp á að viðskiptavinir sæki vörurnar í búðina til okkar að Garðastræti 2, 101 Reykjavík, en hún er opin alla virka daga frá 12 – 17 og Laugardaga 12 - 16. Hægt er að sækja þær samdægurs.

Upplýsingar viðskiptavina:

Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s. nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptagagnagrunn okkar. Aswegrow.is ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Vöruskil:

Ef varan uppfyllir ekki væntingar kaupanda varðandi gæði eða lit getur kaupandi skilað vörunni innan 30 daga, varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni í aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignin er í formi kóða eða strimils, sem hægt er að nota jafnt í verslun sem vefverslun. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamningaa nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003. Um rétt neytenda vegna galla vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið shop@aswegrow.is eða komið með hana í verslun okkar að Garðastræti 2, 101 Reykjavík. 

Kvartanir:

Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum fundið sameiginlega lausn.  Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur.

Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við alla til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.

Endurgreiðslur: 

Skilatími vöru eru 30 dagar og endurgreiðist með inneignarnótu. Vöru er einungis hægt að skipta eða skila í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi og gegn framvísun kvittunar eða As We Grow límmiða.

Lög og varnarþing:

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmála þessa skal það rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nú nr. 77/2000), ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.

Eignarréttur: 

Seldar vörur eru eign seljanda þar til þær hafa verið greiddar að fullu, samkvæmt íslenskum lögum nr. 95/1997. 

Hugverkaréttur: 

AS WE GROW er skrásett vörumerki. Allur réttur áskilinn. Höfundarréttur á skjölum sem birt eru á þessari heimasíðu, að meðtöldum lógóum, grafík, texta, ljósmyndum, táknum, myndum, gögnum, hugbúnaði og hönnun er skrásettur hjá AS WE GROW. Vinsamlegast notið ekki myndir af síðunni án leyfis.

Aðrar spurningar:

Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband í tölvupósti á shop@aswegrow.is eða hafa samband í síma 519-3100 á milli kl. 13 og 17 alla virka daga. Við hlökkum til að heyra frá þér.