Nýja sumarlínan fyrir börn

Í árlegum vörulínum As We Grow, sem eru tvær, eru færri gerðir af fötum en hjá flestum sem þýðir að framleiðslan er minni. Stærðir eru líka færri en As We Grow er einstakt fyrirtæki að því leyti að hvert númer jafngildir fjórum venjulegum barnastærðum. Þannig getur flíkin stækkað með barninu og það notað hana lengur, minna er sóað og foreldrar þurfa ekki að kaupa eins oft föt á börnin. Í flíkunum eru tilvísanir í íslenskt sveitalíf í gamla daga þegar barnaföt voru enn búin til heima og í höndunum. Einfaldleiki og tímaleysi eru ekki bara stíll, heldur endast þannig föt lengur. Tré sem vaxa hægt bera bestu ávextina. 

Nýja sumarlínan fyrir börn
21 results