Efni

AS WE GROW - UmhirðaALPACA ULLIN er sjálfbær og hitastýrandi af náttúrunnar hendi en til okkar kemur hún beint frá alpaca dýrum sem ganga frjáls í sínum náttúrulegu heimkynnum. Ullin er létt og þræðirnir í henni eru holir sem gera efnið einstaklega mjúkt og einangrandi. Alpaca ullin er ekki ofnæmisvaldandi, inniheldur ekki lanolin og er endingarbetri og sterkari en aðrar sambærilegar ullartegundir. Við göngum úr skugga um að öll viðskipti með ullina séu sanngjörn (e. fair trade) og þar með að þóknun þeirra sem koma að framleiðslunni sé við hæfi, að stuðlað sé að möguleikum til menntunar og að aðgengi starfsmanna að læknisþjónustu sé í lagi og að umhverfið sé heilsusamlegt. Ábyrg framleiðsla á alpaca ullinni gefur innfæddum konum svæðisins það kleift að starfa og styðja börn sín til náms. 

MERINO OG HÁLENDIS ULLIN er einnig sjálfbær og hitastýrandi með þykka og sterka þræði. Merino ullin er náttúrulega bakteríudrepandi og með einstaklega mikla mótstöðu gegn lykt af völdum hita eða svita. Ullin er mjög blettaþolin og endist lengi. 

LÍFRÆN BÓMUL er náttúrulegt og umhverfisvænt hráefni. Munurinn á hefðbundinni bómull og lífrænni er sá að sú síðarnefnda er ræktuð í stöðugu vistkerfi. Lífrænn áburður er notaður í jarðveginn sem gefur af sér heilbrigðar plöntur sem draga færri skaðvalda að sér. Í stað þess að nota skorðdýra- eða plöntueitur reita bændurnir arfa, veiða skordýr, rækta í skorpum og nota hagstæðar hliðarplöntur líkt og korn, til að laða að hagstæð skordýr og halda öðrum fjarri. 

PIMA BÓMULL er vandaðri tegund af bómul með lengri þræði en hefðbundnari tegundir. Pima bómullin er þekkt fyrir að gefa af sér slétt og mjúkt efni sem er bæði í senn krumpuvarið og mjög endingargott. Pima bómull er sögð duga allt að 50% lengur en aðrar bómullartegundir og er efnið einnig talið henta vel þeim sem eru með viðkvæma húð. Mýktin og endingin á pima bómul er því einstök og er hún ekki ofnæmisvaldandi og mun ekki erta hina viðkvæmustu húð. 

HÖR er búið til úr náttúrulegum þráðum sem notaðir hafa verið í klæði í árhundruð vegna einstakra eiginleika efnisins. Með notkun mýkist efnið og endingin er einstaklega góð sem gerir það að verkum að það getur enst í áratugi með réttri umhirðu. Hör brotnar einnig niður í náttúrunni sem gerir efnið að góðum valkosti fyrir þá sem vilja stuðla að verndun umhverfisins. 

CSR VOTTANIR

SANNGJÖRN VIÐSKIPTI (e. fair trade) stendur fyrir hærri laun, samfélagslega ábyrgð og fjárfestingu í nærumhverfi viðskiptanna. Flíkurnar okkar eru bæði framleiddar í miðlægum verksmiðjum og á litlum prjónastofum þar sem fjölskyldur og vinir starfa. 

GOTS (Global Organic Textile Standard) eru staðlar sem ná yfir alla framleiðslulínu efna, allt frá hráum þræði til lokavöru. Staðlarnir eru byggðir á virðingu fyrir fólki og náttúru. GOTS-vottuð bómull tryggir að hráefni hennar sé lífrænt ræktað og að framleiðslan sé vistvæn og gerð á samfélagslega ábyrgan máta. 

OEKO-TEX vottuð ull tryggir að hráefnið innihaldi engin skaðlega efni.