Skilareglur

Vöruskil:

Hægt er að skila vöru innan 30 daga frá pöntun. Ef varan uppfyllir ekki væntingar kaupanda varðandi gæði eða lit getur kaupandi skilað vörunni innan 30 daga, varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni í aðra vöru verðin gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignin er í formi kóða eða strimils, sem hægt er að nota jafnt í verslun sem vefverslun. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið info@aswegrow.isáður en vöru er skilað, eða komið með hana í verslun okkar að Garðastræti 2, 101 Reykjavík á opnunartíma.

Kvartanir:

Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum fundið sameiginlega lausn.  Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur.

Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við alla til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.

Endurgreiðslur: 

Allar vörur eru skoðaðar við skil. Ef varan er í upprunalegu ástandi munum við endurgreiða pöntunin á það greiðslukort sem greitt var með í fyrstu. Ef svo ólíklega vildi til að vöru yrði skilað til okkar í óásættanlegu ástandi, myndum við hafa samband og senda vöruna til baka. Ef beðið er um endurgreiðslu en ekki reynist unnt að skila vörunum er það ákvörðun AS WE GROW hvort vara sé endurgreidd eða ekki.  

Aðrar spurningar:

Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband í tölvupósti á info@aswegrow.is eða hafa samband í síma 519-3100 á milli kl. 13 og 17 alla virka daga.