Um okkur

AS WE GROW er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir hágæða og tímalausan fatnað á börn og fullorðna. Fyrirtækið er eina íslenska fatahönnunarmekið sem hefur hlotið Hönnunarverðlaun Íslands, sem eru æðstu verðlaun sem veitt eru fyrir íslenska hönnun. 

 

Sagan um peysuna

Þetta byrjaði allt með ullarpeysu sem móðir í fjölskyldu okkar prjónaði fyrir son sinn. Hann notaði peysuna í nokkur ár en óx svo upp úr henni og þá fékk lítil vinkona fjölskyldunnar hana. Um skeið neitaði litla stúlkan að vera í öðru en þar kom að peysan gekk áfram til næstu fjölskyldu. Einn veturinn týndist peysan en þegar voraði kom hún undan skafli í garðinum. Með örlítilli umhyggju varð hún aftur eins og ný. Peysan er á myndum í fjölskyldualbúmum; hún hefur verið borin í bakpokum í gönguferðum í sveitinni, legið samanbrotin í fataskápum í barnaherbergjum í Reykjavík, á Akureyri og í Amsterdam og komið aftur heim, og hefur gengið frá barni til barns í hópi vina og ættingja í meira en áratug. Þessi saga heillaði okkur hjá As We Grow og veitti okkur innblástur til að búa til flíkur sem gætu gengið á milli manna að minnsta kosti eins lengi og þessi peysa

Meðvitaðri neysla

Markmið okkar er að hvetja fólk til að kaupa færri og vandaðri vörur sem endast. Þegar við segjum vandaðar vörur, á það við um vörur sem hafa náttúruvernd að leiðarljósi og samfélagið í heild sinni. Frá upphafi höfum við viljað hanna flíkur sem hafa raunverulegt virði fyrir notendur þeirra. Það þýðir að við viljum bjóða upp á flíkur sem endast í kynslóðir og eru framleiddar í sátt og samleið við náttúruna og samfélagið. Við notum náttúruleg, endurnýtanleg og sjálfbær hráefni í vörur okkar sem stuðla að verndun náttúrunnar. Alpaca ullin sem við notum er úr þráðum sem framleiddir eru án neikvæðra áhrifa á umhverfið. Hvert skref í framleiðslu AS WE GROW er byggt á góðri siðfræði sem er okkur sérstaklega mikilvægt.