Samfélagsábyrgð

As We Grow leggur sérstaka áherslu á samfélagslega ábyrgð og umhverfisvernd í öllu framleiðsluferlinu.

Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði fyrst út frá ullarpeysu sem hafði ferðast á milli fjölmargra barna í tæpan áratug og alltaf haldið notagildi sínu. 

Fyrir framlag sitt til samfélagsábyrgðar og sjálfbærni hlaut As We Grow Hönnunarverðlaun Íslands, og er eina íslenska fatahönnunarmerkið sem hefur hlotið þau verðlaun, Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Með vörulínunni tvinnar As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“