Nostalgía - prjónalína sumarsins
Innblásturinn okkar í prjóni og pima bómullar jersey fyrir vorið og sumarið kemur frá ljúfum æskuminningum í bland við nýrri minningar sem við búum til með börnunum okkar í dag. Ævintýri íslenska vorsins og sumarsins er fólgið í minningarbrotum sem kvikna þegar ferðast er um íslensk sveitaþorp. Eilífðin sem blasir við þegar horft er til sjávar af bryggju. Freyðandi sær í grýttri fjöru. Óteljandi leynistaðir sem kveikja á ímyndunaraflinu. Allt framleitt úr 100% náttúrulegum hráefnum. Tímalaus, klassísk og þægileg föt með vísun í gamla tíma að hætti As We Grow.

18 niðurstöður