Haust og vetrarlína AS WE GROW

Innblástur haust- og vetrarlínunnar okkar kemur frá árunum í kringum 1970 og til að ná fram anda þessara ára bregður því fyrir retro sniðum og efnum. Hlýjir bláir tónar setja sterkan svip á línuna, sem samanstendur af peysum, jökkum, kjólum, pilsum, skyrtum, buxum og krögum úr hágæða ullarefnum eins og Baby Alpaca, Alpaca ull og Merino ull og hágæða bómullarblöndu. Allt framleitt úr 100% náttúrulegum hráefnum.

AS WE GROW trúir á mikilvægi þess að framleiða fallegan og tímalausan fatnað sem endist. Við treystum innsæi okkar þegar kemur að hönnun og vefum saman fjölbreyttum stíl og stefnum en höldum þó ávallt fast í okkar eigin hefðir.  

 

 


Haust og vetrarlína AS WE GROW
20 niðurstöður